Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

FORSETAFRAMBJÓÐENDUR VERÐA AÐ HAFA SVALIR

Lesa frétt ›SUNDLAUG VESTURBÆJAR 1976

Lesa frétt ›HJÓLHÝSI Í MÁLMEY

Lesa frétt ›TVÖ FORSETAAFMÆLI

Lesa frétt ›FRÆGIR Í FERSTIKLU

Lesa frétt ›FRÉTTASKÝRING ÁRSINS

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að verslunin Víðir, ein sú besta á landinu, fari ekki troðnar slóðir, hvorki í vöruúrvali, opnunartímum né öðru. Þeir mála bílastæðin fyrir fatlaða græn á meðan alþjóðareglur segja að þau eigi að vera blá - en þau eru fallegri svona græn hjá Víði.
Ummæli ›

...að Morgunblaðið hafi átt forsíðufrétt helgarinnar um hjónin Júlíu Halldóru, sjúkraliða í Vogum, og Helga Guðmundsson trésmið sem ferðast um landið á gömulum Farmal Cub traktor, Helgi ekur og frúin situr á palli fyrir aftan hann sem einnig er svefnstaður þeirra. Þau fara hringvegin ekki hratt en sjá miklu meira en aðrir.
Ummæli ›

...að Ólafur Grímur Björnsson læknir, einn greindasti maður landsins, segi að eina framlag Íslendinga til súrrealisma, sem kenndur er við Salvador Dali, sé íslensk stafsetning - gjörsamlega óskiljanleg.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. BRANDARI ÚR FJÁRMÁLAHEIMINUM:   Frá fréttaritara okkar í fjármálaheimi: --- Þegar fólk í íslenska fjármálabransanum hit...
  2. ÍSLENSKI FÁNINN Í ÞRÆLASTRÍÐINU: Íslenski fáninn, með nokkrum stjörnum í miðjunni, var notaður í bandarísku borgarastyrjöldinni á...
  3. HANNES ÁNÆGÐUR Í HÁSKÓLANUM: Núningur í samskiptum starfsmanna Háskóla Íslands hefur lengi komið almenningi spánskt fyrir sjó...
  4. SUNDLAUG VESTURBÆJAR 1976: Myndin birtist í dagblaðinu Vísi 1976 fyrir nákvæmlega 39 árum. Annars er veðurspáin í dag sv...
  5. ÚTVARPSSTJÓRAFRÚ TIL FRÆGRA: Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. sem rekur nítjá...

SAGT ER...

...að Valur Gunnarsson rithöfundur sé búinn að dvelja í tæpa viku í Bandaríkjunum með frábærum árangri eða eins og hann segir sjálfur: I've spent less than a week in the US and now they have gay rights and health care. Maybe I should come here more often.
Ummæli ›

...að snarphali og slétthali séu þekktir fiskar hér við land. Slétthali er algengur á djúpslóð suðaustan- og suðvestanlands og snarphali er algengastur djúpt undan Vestfjörðum. Þeir hafa fram til þessa lítt verið nýttir en breyting er að verða á því vestanhafs og eru þeir töluvert veiddir, einkum út af ströndum Nýfundnalands og Labrador. Það hefur verið sagt um þá bræður, slétthala og snarphala, að þeir séu ljótir fiskar en þeir þykja ljúffengir og sjómenn í Kanada, sem eru þjakaðir af miklum þorskbresti, renna til þeirra hýru auga. Slétthali og snarphali eru skyldir hokinhala en eru heldur minni. Smágaddar eru á hreistrinu og á framanverður bak- og raufarugga er hreistur sem líkist tönnum. Fiskurinn þykir því erfiður í vinnslu vegna óvenjumikils styrkleika í hreistrinu sem dregur fljótt úr vinnslugetu allra venjulegra véla. Smellið á myndband!
Ummæli ›

...að þegar eiginkonur kaupa tannbursta í Bónus kaupi þær alltaf bláa fyrir eiginmanninn og bleika fyrir sig - sama hversu miklir fenínistar þeir eru. Setja þarf löggjöf um sama lit á öllum tannburstum.
Ummæli ›

...að Mummi í Götusmiðjunni svari fyrir sig á veraldarvefnum eftir umdeilt dómsmál um hnéskeljar og almenna framkomu í barnaverndinni í landinu: Meinyrðadómurinn (sem verður áfríað) er engin dómur yfir því að ég sé sekur heldur dómur um það að spilltur embættismaður getur gert og sagt það sem hann vill án þess að þurfa að taka ábyrgð á því.  Blessaða hnéskeljamálið var dregið úr samhengi í stærri umræðu fyrir 5 árum og hvernig sem ég reyndi að fá lögreglurannsókn á því vildi engin kæra svo ég kærði mig bara sjálfur en lögreglan sá ekki ástæðu til að athafast því miður fyrir mig. Umræddur embættismaður ætti ekki að kasta grjóti í glerhúsi en hann lék rannsakanda, dómara og böðulinn í því máli sem hann stýrði með niðurskurð í huga. Engin í stjórnsýslunni sá eitthvað athugavert við það og pólitíkin hljóp bara í felur og studdi alla froðuna frá þessum manni sem er holdgerfingur gamla Íslands sem montaði sig ýtrekað á því vera vel tengdur Samfylkingunni sem þá var í stjórn. Götusmiðjan heldur áfram af því að þetta snýst um ungmennin okkar en ekki mig eða því síður um suma pappakassa í kerfinu.
Ummæli ›

Meira...