Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

Í SAMFÖRUM VIÐ EINSEMDINA

Lesa frétt ›KOKKARNIR Á GOÐAFOSSI Í NEW YORK

Lesa frétt ›HANNA BIRNA UTAN Í BJARNA OG SIGMUNDI

Lesa frétt ›Salerniskostnaður ferðaþjónustunnar leystur á dönsku

Lesa frétt ›GÍSLI MARTEINN SELUR BÍLINN SINN

Lesa frétt ›VÍNKYNNING Í FRÍHÖFNINNI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Ólafur Stephensen ritstjóri vilji ekki hafa fréttir af hjónaskilnuðum í Fréttablaðinu.
Ummæli ›

...að sjónvarpskonan Vera Sölvadóttir hafi verið valin til þátttöku á TIFF Talent Lab með verkefni sitt í þróun, Veislu.Veisla byggir á smásögu Svövu Jakobsdóttur frá 1967, Veisla undir grjótveggVeisla verður framleidd af Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur fyrir hönd Tvíeykis. Á TIFF Talent Lab leiða stór nöfn úr kvikmyndabransanum umræður um ýmsa þætti kvikmyndagerðar en allt fer þetta fram á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada snemma í næsta mánuði en hátíðin er sú stærsta í kvikmyndageiranum í Norður-Ameríku.  
Ummæli ›

...að einn helsti hljómborðsleikari þjóðarinnar, og líklega sá besti, sé kominn með nýja og mjög unga konu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SVEINN LEGGUR ÁFRAM Í TVÖ STÆÐI:   Póstur úr umferðinni: --- Sveinn Elías Elíasson, sem komst í ítrekað í fréttirnar fyi...
  2. TVÆR VILLUR Í SÉÐ OG HEYRT: Tveir villur slæddust inn í nýjasta tölublað Séð og Heyrt. Í myndatextum í grein um sextugsaf...
  3. GÍSLI MARTEINN SELUR BÍLINN SINN: Gísli Marteinn Baldursson, stjórnmála - og fjölmiðlamaður, ætlar að selja bílinn sinn. Frabær...
  4. FÓTBOLTADRENGIR 1950: Þeir voru flottir fyrir 64 árum hvernig svo sem allt fór í framhaldinu sem vonandi stendur enn. ...
  5. ÞORSTEINN HITTI BLANCHARD: Þorsteinn Þorgeirsson, einn umsækjanda um starf Seðlabankastjóra, hitti aðalhagfræðing Alþjóðagj...

SAGT ER...

  ...að íslenska glíman sé hvorki falleg né glæsileg íþrótt, til þess er hún allt of formföst. Almennileg slagsmál eru betri og því ætti Gunnar Nelson með réttu að vera Glímukappi Íslands og handhafi Grettisbeltisins.  
Ummæli ›

...að lagið „Hossa Hossa“ með Amabadama sé vinsælasta lagið á Íslandi um þessar mundir samkvæmt vinsældarlista Rásar tvö. Þessi skemmtilega reggíhljómsveit, Amabadama, fékk nýverið plötusamning hjá Record Records og er fyrsta breiðskífa þeirra væntanleg nú á haustmánuðum. „Við höfum verið að taka upp plötuna okkar hjá honum Gnúsa í Stúdíó Historý og í tilefni þess að upptökum er formlega lokið ætlum við að fara að endurhlaða batteríin og reggía okkur upp á stærstu reggíhátíð Evrópu, Rototom Sunsplash, sem fer fram á Spáni. Við komum svo aftur rétt fyrir Akureyravöku, endurnærð, sólbrún og uppfull af reggíanda sem að við munum breiða út til allra þeirra sem að koma að hlusta á okkur!" segja liðsmenn Amabadama sem hafa verið við upptökur í Berlín, Þýskalandi. Amabadama mun halda uppi stemningunni á karnivalinu í Listagilinu á Akureyri laugardagskvöldið 30. ágúst. Þar munu þau spila nýtt efni af væntanlegri plötu. Klukkutíma dagskrá af góðu íslensku reggí. Það er að sjálfsögðu frítt á tónleikana enda Akureyrarvaka afmælishátíð bæjarins.
Ummæli ›

...að fátt veki meiri óhug meðal flugfarþega en þegar flugstjórinn gengur út úr flugstjórnarklefanum og fer á salernið á meðan flugvélin er á fljúgandi ferð. Allir bíða með öndina í hálsinum þangað til hann snýr aftur og hverfur til starfa sinna - sem sést á mynd.
Ummæli ›

...að þessi fallega kona hafi notið sín vel í síðdegissólinni á dönsku eyjunni Bornholm í fyrradag þar sem íslenskur hótelstjóri ræður ríkjum og gerir með glans.
Ummæli ›

Meira...