Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

KOKKALANDSLIÐIÐ Í BURGER OG BJÓR

Lesa frétt ›ENGIN BIÐRÖÐ Á BÆJARINS BESTU

Lesa frétt ›KRISTJÁN SNÆDAL NÆR ORÐLAUS YFIR STUÐNINGI OG GÓÐVILD

Lesa frétt ›PÓLITÍSKAR VINDMYLLUR

Lesa frétt ›JAKOB FRÍMANN Í SÖLUHUGLEIÐINGUM

Lesa frétt ›KAFFI PLÚS SÍGÓ

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að búið sé að dekka borð og allt klárt á veitingastaðnum Essensia á Hverfisgötu 6 en dyrnar eru enn lokaðar og þar er auglýst eftir starfsfólki.
Ummæli ›

...að tímaritið MAN ætli að fagna þriggja ára afmæli sínu á veittingastaðnum Oddsson í gamla JL-húsinu á fimmtudaginn.
Ummæli ›

...að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hafi verið ráðin forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line á Íslandi. Þórdís Lóa er með MBA gráðu frá Háskóla Reykjavíkur og býr að langri stjórnunarreynslu í ferðaþjónustu, alþjóðasamskiptum og opinberri þjónustu. Hún er formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og var um árabil stjórnarformaður FinIce, finnsk-íslenska viðskiptaráðsins. Hún situr í stjórn Eldeyjar THL, sem er fjárfestingarfélag í ferðaþjónustu, svo og í stjórn fjölmiðilsins Hringbrautar. Hjá Hringbraut hefur hún verið stjórnandi þáttanna Sjónarhorns og Lóa og lífið. Gray Line á Íslandi er öflugt ferðaþjónustufyrirtæki með yfir 260 manns í föstu starfi, flutti rúmlega 580 þúsund ferðamenn í eigin ferðum á síðasta ári og velti rúmlega 3,5 milljörðum króna. Fyrirtækið býður yfir 70 skipulagðar skoðunarferðir og eru 75 hópferðabílar í flota þess.

Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. JAKOB FRÍMANN Í SÖLUHUGLEIÐINGUM: "Þetta kemur allt í ljós" segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon aðspu...
  2. OSTASVINDL HJÁ NETTÓ: Af neytandavaktinni: --- MS merkir góðosta (gouda) á tilboði þessa dagana í flestöllum verslunum. ...
  3. SAMTÖKIN 78 Á BARMI KLOFNINGS: Aðalfundur Samtakanna 78 verður haldin 11. september og það eru blikur á lofti að mati Hrafnhildar...
  4. INDVERSKI SENDIHERRANN FLUTTUR Í GLÆSIVILLU ROLFS JOHANSEN: Indverska sendiráðið á Íslandi hefur komið sér vel fyrir á horni Túngöu og Garðastrætis, þar sem Geð...
  5. FRAMSÓKN ER ÆTTGENG: Karl Garðarsson, sem skipar fyrsta sæti Framsóknar í Reykjavík norður, er sonur Garðars Karlssonar, ...

SAGT ER...

...að fyrir nokkrum misserum var algengt verð í sundlaugar á landsbyggðinni 350-400 krónur. Nú hefur það hækkað um helming í túristaflóðinu og á Blönduósi kostar 900 krónur í sund á meðan aðrir reyna að halda aftur á sér eins og á Egilsstöðum þar sem prísinn er aðeins 700 krónur.
Ummæli ›

  ...að þessi vinsamlegu tilmæli hangi fyrir ofan pissuskálina á Kaffivagninum á Granda.
Ummæli ›

...að Árni Samúelsson bíókóngur sé að pæla í nýjum bíl og segir: Þessi var prufaður i dag og skotist i Garðinn og Keflavik. Góður kraftur.
Ummæli ›

...að samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr uppsveitum Árnessýslu séu samningaviðræður fjármálaráðuneytisins og eigenda Geysis í Haukadal langt komnar og ríkið muni kaupa þá út.
Ummæli ›

Meira...