Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

STELLA Í USA TODAY

Lesa frétt ›KVÖLDVERÐUR Á BESSASTÖÐUM – BARNAMISSIR Í BUENOS AIRES

Lesa frétt ›JÓGAMIÐSTÖÐ FYRIR ELDRI BORGARA

Lesa frétt ›DAVÍÐ OG KJARTAN FÁ SÉR Í GLAS

Lesa frétt ›SVAVA Í SAUTJÁN SYNGUR MEÐ STUÐMÖNNUM

Lesa frétt ›URRIÐAHOLTIÐ VISTVOTTAÐ

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að athafnakonan og þokkagyðjan Lilja Pálmadóttir, eiginkona Baltasar Kormáks, eigi svo fallegan hund að ekki megi að milli sjá hvort veki meiri eftirtekt í gönguferðum þeirra um miðbæinn - en hundurinn er svissneskur með ógurlega stóran haus og krúttlegan.
Ummæli ›

...að gestir í Vesturbæjarlauginni kvarti yfir því að lýsislykt sé af sápunni í sturtuklefunum og skýring fastagesta þykir líklegust sú að sápan hafi verið geymd í gömlum lýsistunnum og þannig mengast.
Ummæli ›

...að Vigdís Hauksdóttir hafi mætt í skotapilsi í vinnuna í gær til að sýna sjálfstæðissinnum í Skotlandi stuðning - en allt kom fyrir ekki.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. INGI FREYR ÁFRAM Á DV: "Ég verð áfram," segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, ein helsta skrautfjöður DV í rannsóknarblaðamenn...
  2. BUBBI Á SPÍTALA: Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki ánægður með íslenska heilbrigðiskerfið eftir að hafa be...
  3. NÝJU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR: Annað árið í röð kynnir Gallerí Fold listamenn á listakaupstefnunni Art Copenhagen sem fram fer ...
  4. TÆKNIMÖNNUM RÚV BREYTT Í HÚSVERÐI: Tveir af reyndustu tæknimönnum RÚV eru orðnir húsverðir í Útvarpshúsinu í Efstaleiti eftir að þe...
  5. BJÖRN ER ÓDREPANDI: Það er lítil vandi að vera duglegur í viku en að starfa látlaust öll kvöld og helgar í leit að r...

SAGT ER...

...að "Gullmaðurinn" í Kringlunni, Sverrir Einar Eírksson, sé sonur Eiríks sjónvarpsstjóra á Omega sem aftur er sonur Sigurbjörns Eiríkssonar sem kenndur var við Glaumbæ og lenti óvart í Geirfinnsmálinu.
Ummæli ›

...að það sé útbreiddur misskilningur að Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, sé faðir útvarpsstjörnunnar Andra Freys Viðarssonar. Svo er ekki þó svipur sé.
Ummæli ›

...að íslenskir veitingamenn og ferðaþjónustan öll bíði nú eftir Asíu-seasoninu þegar Japanir og Kínverjar flykkjast til landsins því sumarfrí hinu megin á hnettinum eru að bresta á og þá freista norðurljós og myrkur við ysta haf - bullandi bisniss.
Ummæli ›

...að hún sé skrýtin fréttin í Morgunblaðinu í dag um að Guðrún Erlendsdóttir sé aftur sest í Hæstarétt sem dómari vegna þess að annar hæstaréttardómari hafi verið veikur í heilt ár en Guðrún er komin á eftirlaun fyrir löngu. Þó svo rætt sé við skrifstofustjóra Hæstaréttar í fréttinni kemur hvergi fram hvaða dómari sé búinn að ver veikur í heilt ár - en það var kannski það sem lesendur höfðu áhuga á að vita.
Ummæli ›

Meira...