Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

VIGDÍS Í KOSNINGABARÁTTU HILLARY

Lesa frétt ›HRIST UPP Í RÍKISSTJÓRNINNI

Lesa frétt ›FACEBOOK ER SÉÐ OG HEYRT

Lesa frétt ›FORSETI BORGAR Í STÖÐUMÆLI

Lesa frétt ›VILTU GRÆÐA? KAUPTU!

Lesa frétt ›HOLLYWOODSTJARNA í 66°NORÐUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Viðskiptablaðið sé með frétt dagsins - eða þannig.
Ummæli ›

...að þetta sé athyglisvert -smellið!
Ummæli ›

...að myndlistarmaðurinn Sigurður Örlygsson opni sýninguna “Málaðar klippimyndir” í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5, föstudaginn 29. júlí kl. 17:00 - 19:00. Sýningin er í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar. Í veglegri sýningarskrá segir Sigurður meðal annars: “Ég geri mikið af skyssum og er lengi að mála verkin. Undirstöðuþættir málverksins, það er að segja form, bygging og litur, hefur ávallt höfðað sterkt til mín. Ég legg mikla áherslu á að finna réttan hreinan litatón í þau form sem rata inn á myndflötinn. Hvort sem um er að ræða abstrakt eða fígúratíft málverk hefur geómetrían ávallt verið til staðar hjá mér. Þegar þú opnar augun sérðu bara liti og form. Síðan kemur hreyfing og sagan og lesturinn með augunum, tíminn er afstæður á tvívíðum fleti, en áhorfandinn velur sér leið til að lesa flötinn. Málverkin mín hafa ekki pólitískan eða heimspekilegan boðskap, heldur leitast ég eftir því að höfða til augans, líkt og tónlist höfðar til eyrans."
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. PÚTIN KOMINN: Fréttaskeyti var að berast: Putin er fyrir austan að veiða. Staðfest. Rímar þetta við frétt s...
  2. SIGGA HLÖ II HAFNAÐ: Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó o...
  3. FORSETI BORGAR Í STÖÐUMÆLI: Snorri Helgason tónlistarmaður náði þessari sögulegu mynd af Guðna Th. Jóhannessyni, nýkjörnum forse...
  4. BORGARSTJÓRI SVARAR FJÁRFESTI FULLUM HÁLSI: Borgarstjóri stefnir að mikilli fjölgun bekkja í Reykjavík svo útivistarfólk geti tyllt sér niður hé...
  5. EYGLÓ Í FORMANNINN: Samkvæmt traustum heimildum ætlar Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra að bjóða sig fram til fo...

SAGT ER...

...að Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verði heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd í Special Presentations hluta hátíðarinnar. Toronto hátíðin fer fram frá 8. – 18. september. Eiðurinn segir af hjartaskurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Ummæli ›

...að ef marka má þessa kynningu hjá dv.is þá er líf eftir dauðann.
Ummæli ›

...að búið sé að setja upp þessa fínu ryksugu og loftdælu á bensínstöð N1 í Ólafsvík.
Ummæli ›

...að íslensk börn hafi sést á Skólavörðustíg í dag en þau hafa vart verið þar eftir að túrisminn skall á.
Ummæli ›

Meira...