Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

LEKI Í STJÓRNARRÁÐINU

Lesa frétt ›HÚSIÐ HANS JÓNSA

Lesa frétt ›HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Í HOFI

Lesa frétt ›SPENNA EKKI SPLATT

Lesa frétt ›KÓTILETTUKVÖLD Á FIMMTUDÖGUM

Lesa frétt ›FALIN PERLA Í ÚTHVERFI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að athafnamaðurinn Jón Ólafsson og súperkokkurinn Siggi Hall hafi tekið stöðuna á svölum stórhýsis þess fyrrnefnda á Baldursgötu.
Ummæli ›

...að leilistargagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson gefi utanríkisráðherra fimm stjörnur fyrir góðan leik: Lilja Dögg hefur ekki orðið vör við nein átök í Framsóknarflokknum, nema helst í gegnum fjölmiðla. Henni finnst andrúmsloftið í Flokkknum gott og heilnæmt. Segir þetta með bros á vör (í nærmynd) og horfir beint í augun á fréttamaninnum, án þess að blikna eða blána. Pólitískur stórleikur. Fimm stjörnur.
Ummæli ›

...að ofurfyrirsætan Ásdís Rán og ástmaður hennar, Jóhann Wium, hafi verið stórglæsileg á flottum reiðhjólum og í enn glæsilegri reiðhjólabúningum á Hlemmi síðdegis á sunnudaginn. Það stirndi af þeim í haustsólinni og skein af þeim heilbrigði og hamingja.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. FRAMSÓKN SLÍÐRAR SVERÐIN – LILJA TEKUR VIÐ: Samkvæmt traustum heimildum úr innsta hring Framsóknarflokksins verða flokksmenn neyddir til að ...
  2. FALIN PERLA Í ÚTHVERFI: Þeir leynast víða veitingastaðirnir á höfuðborgarsvæðinu og hér er einn. Óvenjulegur salur þar se...
  3. LJÚFASTI SVEINN – ÁSTARSAGA: "Hann er ljúfasti Sveinn," segir Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt sem sjálf...
  4. BÚLLUBORGARINN BÚSTNAR: Hamborgarabúllan hefur breytt lögun og áferð hamborgara sinna og eru þeir nú steiktir þykkari en...
  5. FRÉTT DAGSINS – VEL FALIN: Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir 3 milljóna króna framlagi á fjáraukalögum á þessu ári til ...

SAGT ER...

...að ein stærstu ferðaþjónustusamtök heims, Gray Line Worldwide, haldi ársfund sinn og markaðsráðstefnu í fyrsta skipti hér á landi í þessari viku. Gray Line Worldwide er samstarfsvettvangur og sameign 190 fyrirtækja um allan heim, með 25 milljón viðskiptavini á ári á rúmlega 700 áfangastöðum. Þátttakendur á ársfundinum verða 135 talsins, flestir frá Bandaríkjunum þar sem Gray Line er einna umsvifamest. Gray Line á Íslandi er aðili að GLW og situr Guðrún Þórisdóttir, markaðs- og sölustjóri fyrirtækisins, í aðalstjórn samtakanna.

Ummæli ›

...að þetta sé framsækinn forngripur frá forföllnum framsóknarmanni en utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hófst fyrir helgi og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefsetrinu www.kosning.is.
Ummæli ›

...að Solla í Gló sé farin að framleiða ágætis kaffi enda merkt bæði sem lífrænt og himneskt.
Ummæli ›

...að pólitíski foringjasirkusinn í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi hafi jafnvel verið skemmtilegri en Útsvar sem er þáttur á sömu stöð. Formaður öryrkja og Kári Stefánsson súperlæknir komu fram sem "special guest stars" og þá spyr Hannes Hólmsteinn: Verður aðeins fulltrúum eyðenda leyft að spyrja stjórnmálamenn um stefnu þeirra? Ekki fulltrúum greiðenda, skattgreiðenda, sem eiga að borga? Annars eru allar kosningar sama marki brenndar, að menn ofmeta mátt stjórnmálamanna til að verða okkar gæfu smiðir. Við erum það aðallega sjálf með hegðun okkar og viðleitni í lífinu.
Ummæli ›

Meira...