Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

AUDDI BLÖ EINS OG DVERGUR

Lesa frétt ›BLÚSBORGARAR

Lesa frétt ›RÁÐHERRANN OG AÐSTOÐARKONAN

Lesa frétt ›HOMMAFÓBÍA Á ÍRSKA ÞINGINU

Lesa frétt ›MIKKI ORÐINN PÍRATI

Lesa frétt ›SLYS Í SKÁLMÖLD

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Rúnar Gerimundsson, einn fremsti útfararstjóri landsins, sé í sólinni á Kanarí ásamt eiginkonunni.
Ummæli ›

...að fátt jafnist á við góðar samræður.
Ummæli ›

...að eldri borgarar botni lítið í berbrjósta unglingsstúlkum út um allt í lok mars og einn orti: Einn níræður alveg á nippinu,/ náð’ ekki alveg flippinu,/ hann rauk út að glápa,/ eins og eldgömul sápa,/ en gleymd’ að hann var bara á/  ...inniskónum!
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. MIKKI ORÐINN PÍRATI: Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrum aðalritstjóri 365 miðla, hefur gengið til liðs við Pírata...
  2. BÆJARINS BESTU HÆKKA Í 400: Bæjarins bestu hafa hækkað pylsurnr úr 380 í 400 krónur. "Hráefnaverð hækkar og við reyndum í...
  3. GEGGJAÐ ÁSTAND Í GRÍMSEY: Hverfisráð Grímseyjar boðaði til íbúafundar í félagsheimilinu Múla í Grímsey í fyrradag og hélt ...
  4. RÁÐHERRANN OG AÐSTOÐARKONAN: Safinn lekur af Séð og Heyrt þessa vikuna - stærra blað gerir lífið enn skemmtilegra!  ...
  5. DÓMARINN HENTI KRÖFUHÖFUM ÚT: Fréttaskýring úr innsta horni: --- Það er stórfrétt falin í Eyjubloggi Ólafs Elíassonar tónlista...

SAGT ER...

...að Skólavörðustígur verði undirlagður af tónlist og rymjandi drossíum á laugardaginn.
Ummæli ›

...að ferð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrum innanríkisráðherra til Eþíópíu hafi kallað fram þessa vísu hjá lesanda: Hún brá sér til AddisAbaba,/ betra en vitinu tapa,/ og hnita hringi,/ á háu Alþingi -/ hún hittir þó alvöru apa!/
Ummæli ›

  ...að forsetanum hafi legið talsvert á þegar bílstjóri hans brunaði með hann frá Bessastöðum til Reykjavíkur í dag. Forsetabíllinn sigldi á yfir 100 kílómetra hraða þannig að íslenski fáninn blakti tryllt á frambretti Lexusins á meðan Ólafur Ragnar sat eins og klettur í aftursætinu. Bílstjórinn tók meðal annars glæsilega framhjá Toyota Yaris sem lullaði á hægri akrein og hefti þannig för forsetans.
Ummæli ›

...að siðsumars árið 2013 hafi verið haldin veglega tónlistahátíð á Eyrarbakka. Þar kenndi margra grasa og iðaði bærinn af lífi þess ljúfu helgi í ágúst. Nú er aftur komið að því að halda hljómbæra tónlistarhátið sem kennd er við Bakkann, og mun hún fara fram dagana 24.-26. apríl. Frábærir listamenn og konur hafa boðað komu sína og má búast við algjörri tónlistarveislu á Eyrarbakka. Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína eru Bjartmar Guðlaugsson, Valgeir Guðjónsson, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld, Skúli Mennski, Sveitasynir og UniJon. Tónleikar munu fara fram á Rauða Húsinu, í Húsinu, í Eyrarbakkakirkju og í Bakkastofu.
Ummæli ›

Meira...