Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

MAGNÚS SKOÐAR BYSSUR

“Allir keppast við að réttlæta byssueign sína í Bandaríkjunum,” segir Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum og Texasborgurum á Granda.
Magnús Ingi hefur verið að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin í húsbíl ásamt konu sinni og kom einmitt við í byssubúð þar sem hann skoðaði úrvalið.
“Byssan sem ég held á þarna kostar um 75 þúsund íslenskar krónur og með svona flottu byssubelti fer hún upp í 94 þúsund krónur,” segir Magnús Ingi sem lét þó vera að kaupa byssuna enda lítið við hana að gera í daglegu amstri úti á Granda.

 


“Mér er sagt að meðalkarlmaður þarna í Bandaríkjunum eigi tvær til þrjár byssur og litið sé á þær sem góða fjárfestingu.”

Fara til baka


Comments

  1. Það vantar bara vindilinn :)

GÍSLI MEÐ BÍL FYRIR KRÚTTIN

Lesa frétt ›JAFNAÐARMAÐURINN KOMINN ÚT

Lesa frétt ›ELLERT SCHRAM Í KVIKMYNDABRANSANUM?

Lesa frétt ›HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Í LAUGARNESIÐ

Lesa frétt ›GULLSANDUR – MUST SEE!

Lesa frétt ›ÓTRÚLEGA LÁGT FARGJALD TIL HAWAII

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að karlakórinn Fóstbræður sé farinn að hita upp svo um munar fyrir vortónleika ársins.
Ummæli ›

...að fyrsta bókauppboð ársins fari nú fram á vefnum Uppbod.is en Gallerí Fold og Bókin ehf Klapparstíg 25-27 standa sameiginlega að því. Boðnar eru upp um 130 bækur að þessu sinni og kennir þar ýmissa grasa. Gott úrval er af myndlistarbókum á uppboðinu, m.a. gömlu myndlistarbókunum um Kjarval, Jón Stefánsson og Jón Þorleifsson. Þá eru góð eintök af fallegu bókunum sem Franz Ponzi tók saman, Ísland á nítjándu öld og Ísland á átjandu öld á uppboðinu en báðar bækurnar prýða mikill fjöldi einstakra samtímamynda. Báðar bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt skeið. Bækurnar á bókauppboðinu eru margar bundnar inn af íslenskum bókbandsmeisturum. Uppboðinu lýkur 3. maí.  
Ummæli ›

...að jólaljósin séu enn uppi hjá Magnúsi Scheving í Latabæ - Latibær?
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SÉRSVEITIN HJÁ SIGMUNDI:   Sérsveitin var til taks þegar forsætisráðherra hélt upp á fertugsafmæli sitt í Listasafni Í...
  2. KATRÍN KVARTAR – VAR SJÁLF Í AFMÆLINU: Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna kvartaði sáran yfir því á Alþingi í dag að forsætisr...
  3. GÍSLI MEÐ BÍL FYRIR KRÚTTIN: Gísli Gíslason lögfræðingur og rafbílasali er á leið til Indlands til að skrifa undir samning um...
  4. ÓTRÚLEGA LÁGT FARGJALD TIL HAWAII: Ferðasjúkur ferðarýnir sendir skeyti: --- Það er góð og gild ástæða fyrir því hvers vegna ...
  5. ELLERT SCHRAM Í KVIKMYNDABRANSANUM?: Frá fréttaritara okkar á Ægisíðu: --- Inngangurinn í glæsihús Ellerts Schram við Sörlaskjó...

SAGT ER...

...að Sigurður Örn Brynjólfsson skopmyndateiknari í Tallin í Eistlandi sendi myndskeyti:  Geir Hallgrímsson var ekki hræddur við bandaríska fánan líkt og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag. (Geir Hallgrímsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri eins og svo margir sem á eftir fylgdu - frábær náungi reyndar).  
Ummæli ›

...að vinnudagurinn hjá Telmu Tómasson sé langur hjá 365 miðlum. Hún er mætt í morgunútvarp Bylgjunnar klukkan 6:30 til að leysa Heimi Karlsson af og tólf tímum síðar les hún kvöldfréttir Stöðvar 2.
Ummæli ›

...að dægurstjarnan Lára Björg Björnsdóttir hafi litað hár sitt dökkt líkt og Robin Wright í hlutverki forsetafrúar Bandaríkjanna í House Of Cards en báðar voru þær Robin og Lára Björg mjög ljóshærðar áður.
Ummæli ›

...að allir yfirmenn Ríkisútvarpsins fái Morgunblaðið sent heim til sín ókeypis en ekki DV. Mogginn liggur líka frammi í Blóðbankanum en ekki DV. Svo ekki sé minnst á allt stjórnarráðið; sama sagan þar.
Ummæli ›

Meira...