MAGGI RÆNDUR Á GRANDA

    Maður í annarlegu ástandi réðst inn á Sjávarbarinn á Granda hjá Magnúsi Inga Magnússyni veitingamanni um kvöldmatarleytið í gær, stökk inn fyrir afgreiðsluborðið, þreif óátekna rommflösku úr hillu og rauk svo sömu leið út. Staðurinn var þéttskipaður gestum og var fólki að vonum brugðið.

    Lögregla var kölluð til en gat lítið gert vegna þess að maðurinn var á bak og burt með rommflöskuna. Magnús Ingi hefur sent borgaryfirvöldum póst vegna þessa en hann, og aðrir veitingamenn á Granda, hafa áhyggjur af gistilskýli fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur sem til stendur að opna í næsta húsi við þá – sjá hér.

    Auglýsing