LYGIN Í KRAKKAFRÉTTUM RÍKISINS

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur skrifar grein um Krakkafréttir RÚV í Morgunblaðið 7. desember. Þar segir m.a. um frétt um fall Berlínarmúrsins:

  „Höfuðborginni Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reistur múr til að aðgreina borgarhlutana. Það var líka gert til að koma í veg fyrir að fólk flyttist á milli, aðallega frá austri til vesturs.“ 

  Þessi lygi þ.e. að segja að Vestur Þjóðverjar hefðu viljað flýja til Austur-Þýskalands er sögð af stjórnendum til að gæta hlutleysis. Þorsteinn bendir á að það að afbaka söguna er ekki hlutleysi og tekur skýrt dæmi um hvernig þáttastjórnendur hefðu ritað um helförina:

  „…margt fólk hafi flust í búðir sem girtar voru af til að koma í veg fyrir að fólk færi inn og út úr þeim, aðallega út úr þeim. Því miður hafi margir sem fluttust í búðirnar látist þar.“

  Flokkseinræðið sem komið var á í Austur-Þýskalandi var ekki val íbúanna. Þeir kusu í milljónavís með fótunum. Til að halda þeim föngnum var byggður múr og gaddavírsgirðingar á milli allrar Austur og Vestur Evrópu.

  Í Sovétríkjunum fór fram ein mesta útrýming á eigin þegnum í sögunni. Tugir milljóna voru dæmdir í útlegð eða drepnir. Er það hlutleysi að kasta ekki styggðaryrði á ógnarstjórnir? Stjórnendum sem treyst er fyrir að uppfræða börnin okkar telja það hlutleysi að ljúga því að börnum að menn hafi líka vilja fara í fangelsið. Auðvitað á að reka þetta fólk.

  Þorsteinn vitnar í Aravísurnar sem voru svo vinsælar þegar ég var ungur en þar segir: „Þið verðið að segja mér satt.“

  Auglýsing