LYGAÁRÓÐUR GEGN FLUGELDUM

  “Agnamengun um áramótin á það til að fara yfir mengunarviðmið sem miðuð eru við LANGTÍMAÁLAG og má fyrir vikið fara yfir 35 sinnum á ári. SKAMMTÍMAVIÐMIÐ eru hins vegar allt annars eðlis. Til að skýra þetta þá umreiknaði ég PM10 mengunina um síðustu áramót yfir í bandaríska loftgæðaindexinn sem tekur meira á slíkri skammtímamengun. 80-115 µg/m3 af slíkri 24klst mengun umreiknast í 64-82 AQI. Þetta er hins vegar ekkert merkilegt mengun og flokkast bara sem HÓFLEG mengun. Við slík skilyrði er lögð til eftirfarandi heilsuráðlegging: “Unusually sensitive people should consider reducing prolonged or heavy exertion.” Þ.e. blöðrustrákurinn gæti þurft að passa sig, en aðrir ekki,” segir Jóhannes Loftsson efnaverkfræðingur og sérfræðingur í loftgæðum og það að gefnu tilefni: Bann við flugeldaskotum á gamlárskvöld er að verða rétttrúnaður. Jóhannes heldur áfram:

  “Í nýlegri skýrslu umhverfisstofnunar, þá yfirsást “sérfræðingum” stofnunarinnar alveg að bera mengunargildin frá í fyrra saman við nokkur alþjóðleg viðmið, og fyrir vikið var skýrslan bara tölur á blaði sem hafa enga þýðingu. Líklega hafa þeir ekki þorað öðru þar sem að skýrsla sem hefði talað niður hræðsluáróðurinn hefði vart þóknast ráðuneytinu sem stofnunin heyrir undir. En með æðsta yfirmann sinn sem fyrrverandi framkvæmdastjóra Landverndar, þá er Umhverfisstofnun sífellt að verða vanhæfari við að fjalla um umhverfismál. Í stað þess að stofnunin reyni virkilega að greina vandann finna hvaða áhrif skammtímamengun hefur á fólk þá virðast þeir vera fastir í útúrsnúningi og vitleysu til að þóknast sýnum nýja herra.

  Það sem gerir þennan lygaáróður slæman er að hann beinist gegn aðaltekjulind hjálparsveitanna, sem eru ein öflugustu sjálfboðasamtök landsins.

  En ef menn ætla að halda áfram að búa til slíkt blöðrustrákasamfélag þá má síðan halda áfram um hvar eigi að enda. Eigum við að banna of mikla götulýsingu á Laugaveginum til að trufla ekki einhverfa. Eigum við að banna liti til að þókna litblinda? Eigum við að lengja öll gönguljós um 15 sekúndur til að þóknast þeim allra fótalúnustu? Eigum við að banna öll gæludýr fyrir ofnæmisblöðrufólkið? Hvað með eldgos. Eigum við ekki bara að banna þau líka.

  Eða er ekki bara best að hætta þessu stressi yfir litlu og kveðja árið með stæl.”

  Auglýsing