LUMBRAÐ Á LÝÐRÆÐINU

  Grandalausir hjólreiðamenn heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Lýðræðið á undir högg að sækja í Vestrænum lýðræðisríkjum. Frétt var um það að þing í fyrrum Austur-Evrópuríki hafi veitt heimild til ríkisstjórnar að setja reglur í baráttunni við Covidið. Þetta vakti hneykslun hjá fréttamönnum hér. Þeir vita það ekki að þetta er lenska hér á landi og hefur verið lengi.
  Steini pípari.

  Sigurður Lindal fv. lögfræðiprófessor fræddi mig mjög um þetta. Í hans huga var stjórnskipunin einföld. Alþingi setur lög, stjórnvöld framkvæma lögin og dómarar dæma samkvæmt þeim. Ríkisstjórnir fá Alþingi til að framselja vald sitt enda styðjast þær yfirleitt við hreinan meirihluta þingmanna. Það sem verra er að stjórnvöld taka sér löggjafarvald þ.e. útvíkka heimildir sínar í það óendanlega. Dæmi um þetta er skilningur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á sínum heimildum. Hún setur reglur með vísan í reglugerð þar sem segir að hlýða eigi fyrirmælum stjórnarinnar. Þetta túlkar stjórnin sem svo að hún geti sett þær reglur sem henni sýnist um atriði sem ekki er fjallað um í lögunum. Nú vill umhverfisráðherra stofnanavæða allt hálendi Íslands með álíka ofríki.

  Auglýsing