LUKE SHAW (26)

Unitedstjarnan Luke Shaw, sem skoraði mark Englendinga á annarri mínútu í EM-úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Wembley í gær, á afmæli í dag (26).

Ólst upp í ungliðastarfi Southampton og seldur til Manchester United aðeins 19 ára fyrir metfé, 30 milljónir punda, sem var þá hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir ungstirni í enska boltanum. Jose Mouriniho lagði Luke í einelti á meðan hann stjórnaði United en Luke dustaði það leiðindakusk af öxlunum og hélt sínu striki.

Auglýsing