VEIRAN LEITAR LEIÐA AÐ FÓRNARLAMBINU

  Frostsprunginn renniloki heitir þessi mynd Steina pípara.
  Steini.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Á ferli mínum sem pípulagningameistari hef ég komið að lekum að ýmsum stærðum við allskonar aðstæður og atvik. Fyrstu viðbrögð hjá öllum er að loka fyrir inntakið, sama gera allir pípulagningamenn.

  Það má segja sem svo að vatnið og cóvídveiran séu svipuð að því leiti að bæði leita sér auðveldustu leiðar að fórnarlambinu. Ef ég væri í sporum Þórólfs núna teldi ég eðlilegast að loka fyrir höfuðlokan strax. Loka öllu aftur og huga að hvort þessi tvö smit hafi dreift sér.

  Sjáum hvað setur og vonum það besta.

  Auglýsing