LÖGREGLAN KÖLLUÐ Í COSTCO TIL BJARGAR FATLAÐRI KONU

  “Ekki mikil gleði hjá mér þegar ég kom út úr Costco um korter í fimm. Þar sem ég er bundin við hjólastól þá komst ég ekki inn í bílinn minn,“ segir Ingibjörg Friðþjófsdóttir en þá hafði bílstjóri stórs jeppa lagt inn á stæði fyrir fatlaða, þrengt svo að bíl Ingibjargar að hún komst ekki inn.

  Jeppin og bílastæðið.

  „Ég þurfti að kalla til lögregluna til að hjálpa mér að færa bílinn svo ég kæmist inn og þurfti  að bíða í meira en tuttugu mínútur eftir þeim. Þessi stæði eru ekki merkt fötluðum bara upp á djókið, við þurfum allt þetta svæði til að komast inn og út úr bílnum. Og það kaldhæðnislega er að þegar ég legg þarna þá var annar bíll sem hafði troðið sér þarna en var samt ekki inn á stæðinu sem ég var á heldur á röndunum. Þess vegna er bíllinn minn á mörkunum á röndunum fyrir næsta stæði og afsökun þeirra manneskju var að hún tók ekki eftir röndunum sem er bara bull því það var bjart þá og sáust þær vel. En þessi bíll NLL30 sló öll met og langar mig að vita hvar þessi persóna lærði á bíl og hvaða umferðarreglur hann/hún lærði.

  Ég var heppin að það var yndisleg kona sem kom til mín og lánaði mér teppi á meðan ég beið eftir lögreglunni og vil ég þakka henni kærlega fyrir að bjarga mér í þessum kulda.
  Lögreglan segir að Costco eigi planið, Costco bendir á Garðabæ svo nú þarf Garðarbær að fara bretta upp ermarnar og taka á þessu“.

  Auglýsing