LÖGGAN LOKAR ADAM

  Frá aðgerðum í kvöld á Hótel Adam. Lögreglubíll fyrir utan og lögregluþjónn við skýrslutöku í lobbíi.

  Um kvöldmatarleytið lét lögreglan í Reykjavík til skarar skríða gegn hinu umdeilda Hótel Adam á Skólavörðustíg og gaf eiganda frest fram á mánudag til að rýma það.

  Aðför lögreglu að Adam vakti athygli vegfarenda sem flestir voru túristar enda hótelið staðsett í miðjum kjarna flestra þeirra í höfuðborginni sem er Skólavörðuholtið og Hallgrímskirkja.

  Ekki náðist í Ragnar Guðmundsson hótelhaldara á Adam sem að undanförnu hefur verið að berjast við að halda rekstrarleyfi sínu. Fyrir utan allskonar vesen er hann þekktastur fyrir að selja hótelgestum sínum kranavatn í flöskum eftir að hafa varað þá við því að drekka vatnið beint úr krönunum á hótelherbergjunum.

   

  Auglýsing