Neytendahorn Björns:
—
“Þegar skrifað var undir lífskjarasamningana lá fyrir það loforð atvinnuveitenda að velta hækkunum launa ekki út í verðlagið. Allir hugsandi menn máttu vita að það loforð var einskis virði – enda hefur það komið á daginn,” segir Björn Birgisson samfélagsrýnir í Grindavík.
Björn tekur dæmi um verðbreytingar á hálfum lítra af sódavatni frá Agli Slallagrímssyni í Nettó í Grindavík:
—
139 krónur í febrúar.
149 krónur í mai.
159 krónur í júlí.
—
“Ekki veit ég hvort um er að kenna heildsöluverðinu eða álagningu verslunarinnar – nema hvort tveggja sé. Gæti nefnt mörg dæmi um hækkanir frá því að loforðið – sem alltaf stóð til að svíkja – var gefið.”
Auglýsing