LOFORÐ OG SVIK 25/09/21

    Er þetta stefnan? heitir þessi mynd Steina pípara.

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Steini skoðar myndavélina.

    Það styttist óðfluga í kosningar. Flokkarnir eiga erfitt með að framreiða svikalista fyrir næstkomandi kjörtímabil. Svikalisti síðustu tveggja kjörtímabila stóðst alfarið, ekkert var efnt.

    Nefnum nokkur dæmi:

    Svikin gefin lof­orð um af­nám verð­tryggingar.

    Framsóknarflokkurinn hafði engin áform um vegatolla og sagðist náttúrlega vera á móti veggjöldum.

    Nefnum lagfæringu hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Hvaða flokkur var ekki með það mál á sínum svikalista?

    Sjálfstæðisflokkurinn lofar alltaf öllu því sama fyrir kosningar og hann sveik fyrir þær síðustu. Nær að stela þess á milli öllu steini léttara fyrir “rétta fólkið”. En svakaleg mega svikaloforðin verða ef Framsókn hyggst fara með himinhvolfum eins og síðast. Þessir tveir flokkar munu ekkert efna af svikaloforðum sínum.

    Vinstri grænir eru komnir það langt frá stefnu sinni að í það er ekki eyðandi orðum.

    Auglýsing