LIV ÞAKKAR FYRIR SIG

  “Nova og Símafélagið hafa komist að samkomulagi um kaup Nova á Símafélaginu. Kaupin eru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins,” segir Liv Bergþórsdóttir í pósti til viðskiptavina sinna.

  Hjá Símafélaginu starfa 19 starfsmenn sem hafa víðtæka og sérhæfða þekkingu á sviði fjarskipta. Með sameinginu félaganna getur Nova boðið alla fjarskiptaþjónustu til fyrirtækja.

  “Í dag fögnum við 10 ára afmæli Nova. Við höfum átt góð og skemmtileg 10 ár á stærsta skemmtistað í heimi. Við höfum í gegnum árin fagnað fjölmörgum áföngum og sigrum en þá ber hæst að nefna að hafa náð þeim áfanga að verða stærsta farsímafyrirtækið á Íslandi. Stoltust erum við þó af því að hafa átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu s.l 9 ár. Ég vil nota tækifærið og þakka þér og þínu fyrirtæki fyrir samfylgdina, takk fyrir að vera í Nova.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinÁRMANN (66)