LISTASNOBB Á NESINU

  Nesfréttir, hverfisblaðið á Seltjarnarnesi, greinir frá því að listamenn streymi á Nesið sem aldrei fyrr og ánægja ríki með. Hér er fréttin:

  Athygli hefur vakið að margt listafólk hefur sest að á Seltjarnarnesi.
  Löngum hefur listafólk sóst eftir að búa á Nesinu en á undanförnum
  árum hefur ásóknin orðið meiri.

  Á meðal listamanna sem flutt hafa á Nesið má nefna Víking Heiðar
  Ólafsson píanóleikara og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóra. Af öðrum
  tónlistarmönnum má nefna Friðrik Karlsson gítarleikara og Jón Jónsson
  söngvara með meiru. Þá hefur tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason lengi
  búið á Seltjarnarnesi og Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari hefur
  flust á sitt gamla heimili á Sæbóli á Seltjarnarnesi. Gísli Örn Garðarsson og
  Nína Dögg Filippusdóttir leikstjórar og leikarar hafa búið á Nesinu um tíma
  og einnig Elma Lísa Gunnarsdóttir og Reynir Lyngdal. Hin danskættaða
  Tina Dickow hefur flust á Nesið ásamt eiginmanni Helga Hrafni Jónssyni
  tónlistarmanni. Ari Eldjárn höfundur og uppistandari býr á Seltjarnarnesi
  og einnig Kristinn Hrafnsson myndhöggvari. Þá búa hönnuðirnir Elsa
  Nilsen og Sigga Heimis á Seltjarnarnesi og Kristín Gunnlaugsdóttir
  myndlistamaður, Jóhann Jóhannsson leikari og Árni Heimir Ingólfsson
  bæjarlistarmaður Seltjarnarness 2020 ásamt rithöfundunum Arnaldri
  Indriðasyni, Irsu Sigurðardóttur og Sólveigu Pálsdóttur.

  Auglýsing