LISTAMANNALAUNIN FÓRU Í KVENFÓLK OG BRENNIVÍN

  Jónas og eiginkonan, Jóhanna Jónasdóttir

  “Ég fékk einu sinni listamannalaun. Það var í heilt ár þegar ég var 28 ára. Peningarnir fóru allir í kvenfólk og brennivín. Ég hef ekki þorað að sækja um aftur,” segir tónlistarsnillingurinn Jónas Sen í tilefni af úthlutun listamannalauna sem veldur bæði ánægju og leiðindum árlega.

  Sumir fengu ekki neitt eins og gefur að skilja; Hallgrímur Helgason og Auður Ava drógu umsóknir sínar tilbaka þegar ljóst var að þau voru metsöluhöfundar þetta árið en Einar Kárason er alveg brjálaður í Fréttablaðinu í dag enda fékk hann ekkert:

  “Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta. Ég er búinn að hafa atvinnu af þessu í fjörutíu ár og þetta er það eina sem ég lifi á.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinUMBÚÐIR DAUÐANS
  Næsta greinSAGT ER…