LÍFSHÆTTULEGT GRÝLUKERTI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

    Á þriðju hæð fyrir ofan kaffihús á Skólavörðustíg hangir oddhvasst grýlukerti í yfirstærð sem sprottið hefur út í gegnum niðurfall á svölum íbúðar þar.

    Þarna situr fólk oft utandyra og drekkur kaffi og þarf ekki að spyrja að leikslokum ef grýlukertið gefur sig og steypist niður með veggnum líkt og þungt spjót.

    Síðdegis í dag var það að losna í þýðunni en hékk þó enn til allrar lukku.

    Auglýsing