LÍFSHÆTTA VIÐ LÖNGUHLÍÐ

    “Var á leið úr Vesturbænum í Sóltún og sá þennan flutningabíl keyra eftir Hringbrautinni. Tók mynd þegar ég stoppaði á beygjuljósinu á Miklubrautinni við Lönguhlíð. Er bílstjórinn galinn? Enginn hleri og heilt bjarg á pallinum,” segir bílstjóri sem var skelfingu lostinn að sjá þetta og bætir við:

    “Bara nóg að bremsa harkalega og þá hefði bjargið oltið á bílinn fyrir aftan.”

    Þetta er daglegt brauð á helstu umferðaræðum Reykjavikur – sjá hér.

    Auglýsing