LÍFEYRISSJÓÐIR VILJA ARÐ AF HÓPBÍLUM

    „Maður skilur ekki hvernig er hægt að reka svona fyrirtæki með  bila sem alltaf eru að bila, illa við haldið og búið er að keyra marga hverja um eða yfir milljón kílómetra í landsbyggðarkeyrslu,“ segir póslkur bílstjóri hjá Hópbílum en miklar breytingar eru í pípunum hjá fyrirtækinu.

    Það á að hagræða og arðsemiskafan er há enda eru þetta mest fjársterkir lífeyrisjóðir sem eiga fyrirtækið í gegnum Horn fjárfestingarfélag. Búið er að skipta fyrirtækinu í margar einingar þannig er skrifstofan ein eining, þvottastöðin ein eining, verkstæðið ein eining  og  hver og einn bíl ein eining.

    Krafan er sú að hver og einn bíll  standi undir sér, þeir sem að ekki standa undir sér  fara í nákvæma skoðun. Ef bíllinn fer í þvottastöð ber honum að greiða fyrirtækinu 4000 kr fyrir þvottinn  og  einnig ef hann fer á verkstæðið þá á hann að greiða ákveðna upphæð til fyrirtækisins  sem fer svo á rekstur bílsins.  Launastrúktúrin er þannig að ekki skal greiða hærri laun en taxtar segja til um og stefnt skal af því að allir  starfsmenn séu á umsömdum launum.

    Auglýsing