LEIGUBÍLSTJÓRI REYNDI AÐ TAKA DRUKKNA KONU Á LÖPP

    Guðnýju misboðið fyrir hönd vinkonu sinnar.

    “Leigubílarnir eru ekkert alltaf öruggari,” segir Guðný Rp sem kallar sig Studny á Twitter:

    “Vinkona mín tók bíl heim síðustu helgi, frekar drukkin. Spjallaði heillengi við bílstjórann og hann stoppaði bílinn fyrir utan heima hjá henni og þau spjölluðu. Svo segir hann eitthvað á þá leið hvort þau ættu ekki að fara inn. Hún hváði og þá sagði hann að hún hefði boðið sér að koma með inn í upphafi ferðar. Þetta var eldri maður og hún hefði aldrei boðið honum að koma inn, sama hversu drukkin hún var. Einn að reyna að nýta sér drukkna kvenmenn með því að ljúga. Held að hún hafi tilkynnt hann.”

    Auglýsing