LEIGUBÍLSTJÓRAR FLESTIR KOMNIR Á ALDUR

    Arnór ekki sáttur við leigubílana í Reykjavík.

    “Þarf ekki að fara að gera eitthvað í leigubílamálum á Íslandi?” spyr Arnór Bogason grafískur hönnuður sem tók leigubíl og lenti í þessu:

    “Þessir bílstjórar virðast flestir komnir á aldur, neita að tala um annað en illsku borgarstjórans og sá sem var að keyra mig heim núna virtist aldrei hafa keyrt bíl áður og rataði ekki neitt. Ég var by the way ekkert óöruggur, hann bara rataði ekkert og vissi ekki af lokunum í vesturbænum, þurfti að snúa við en var alveg ógeðslega lengi að því og keyrði svo mega hægt síðasta spölinn og var lengi að slökkva á mælinum þegar ég kom heim.  Hann svaraði mér ekkert þegar ég spurði hvort hann ætlaði að rukka mig fullt verð og svo rétti hann mér bara sallarólegur samankrumpaðan fimmhundruðkall, „þú ert óánægður, við bara björgum því“. Ég tók tíu sinnum eða meira Bolt bíl í Vín í september (sem er nákvæmlega eins og Uber nema bara annað fyrirtæki) og það var aldrei neitt vesen. Ég er ekkert að setja út á verðið, ég er alveg til í að borga fyrir leigubíla og veit hvað launakostnaður hérna er hár. En samkeppnisumhverfið er í raun ekki til staðar svo það er enginn sem sér þörf fyrir að bæta þjónustuna upp að neinu marki og takmarkanir á bílum gera það að verkum að færri hafa möguleika á að koma inn í greinina.”

    Auglýsing