LEIGUBÍLSTJÓRAR FÆRA VIÐSKIPTI TIL BRETLANDS

  Leigubílstjóri sendir fréttaskot:

  Margir leigubílstjórar hafa  keypt sér svokallaðan My-posa sem er mjög þægilegur í notkun og þá þurfa þeir ekki að greiða neinar greiðslur til íslensku posafyrirtækjanna hvorki posaleigu né gjald af hverri nótu.

  My-posinn er  það þægilegur að allar greiðslur færast á reikning í Bretland og viðkomandi aðili fær reikning sem hann getur nálgast með erlendu debet eða kreditkort. 

  Í auglýsingu My-Pos segir:  Engar mánaðarlegar eða árlegar greiðslur, einfaldur aðskilnaður á útgjöldum fyrirtækis, lækkaður kostnaður vegna reksturs og vegna gengis. Hámarksvernd á hverjum viðskiptum. Umsjón á netinu í gegnum myPOS reikninginn og myPOS appinu. Þú getur pantað allt að 10 ókeypis myPOS greiðslukort. 

  Sjá hér.

  Auglýsing