LEIGUBÍLSTJÓRAR ÁNÆGÐIR MEÐ NÆTURSTRÆTÓ

  Svallari sendir póst:

  Leigubílstjórar sem ég hef talað við eru alveg himinlifandi með þessa snýju næturkeyrslu Strætó.

  “Nú fáum við fólk í bílana sem vill borga og losnum við liðið sem hefur verið til vandræða,“ segir bílstjóri sem búinn er að keyra í  25 ár og er öllum hnútum kunnugur í næturkeyrslu.

  “Við gömlu mennirnir erum farnir að taka okkur frí um helgar og láta afleysingamenn keyra fyrir okkur því það er svo skuggalegt lið sem sækir miðbæinn í alls kyns neyslu og maður veit aldrei hvað þetta lið tekur til bragðs. Það hellir drykkjum ofan í sætin, ælir og öskrar, og það tekur okkur langan tíma að þrífa bílana eftir slíkar helgar.”

  Það er sama við hvaða bílstjóra er rætt. Allir eru ánægðir með nýju þjónustuna hjá Strætó.

  „Ætli þeir verði ekki með ælupoka með í hverri ferð,” segir einn bílstjórinn og glottir.

   

  Auglýsing