LEIÐRÉTTING – MENN Í VINNU

    Vegna fréttar sem hér birtist um málefni starfsmannaleigunnar Menn í vinnu skal hér áréttað að setningarhlutinn “…og margvísleg svik gagnvart þeim af hálfu Manna í vinnu” stenst ekki fullnaðarskoðun og er beðist afsökunar á. Einnig er dregin til baka og beðist afsökunar á staðhæfingu þeirri er fram kom í upphaflegri fyrirsögn greinarinnar, en þar sagði: “Þrælahaldarar Rúmenanna”. Fyrirsögninni var síðar breytt.  Ástæður þess að ummælin eru dregin til baka eru gögn sem undirrituðum hafa borist  frá lögmanni Manna í vinnu og sýna fram á að ummælin áttu ekki við rök að styðjast.

    Auglýsing