LEIÐINDI Í LAXNESI

    Fréttaritari í Mosó:

    Lögmaður Þórarins Jónassonar sameiganda að Laxnesi 1 Í Mosfellsbæ hefur ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem hann krefst þess að reiðvegur sem lagður hefur verið um landið verði ekki notaður sem akvegur.

    Laxnes 1 er í óskiptri sameign þeirra Soffíu Guðrúnar Wathne, Önnu B. Wathne, dánarbúi Soffíu Guðrúnar Wathne og Þórunnar Wathne, samtals að 25% eignahlut í jöfnum hlutföllum, Ragneiðar Kristínar Hansen Jónasdóttur að 44,05 eignarhlut, Mosfellsbæ að 25% eignarhlut og Þórarins Jónassonar að 5,95%.

    Í deiliskipulagi Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir að reiðvegurinn um Laxnes  1 verði akvegur og krefst lögmaður Þórarins þess að vegurinn verði ekki gerður að akvegi annars verði hann að höfð dómsmál gegn Mosfellbæ.

    Auglýsing