Ljóðskáld og stætó eiga oft samleið og þá er stundum ort á aftasta bekk eins og hér:
—
LEIÐ 3
Bremsuklossinn horfinn er
Hér sargar stál í stál
Ef nú eitthvað fleira fer
Þá verður meira mál
Ef minna yrði slugsað
Og gert mun meira gagn
Að betur væri hugsað
Um þennan auma vagn
Ó ef þau aðeins kynnu
Og festu það í sess
Að sinna viðhaldsvinnu
Hjá StrætóBS
—
höf / :mikilsorg