LAXNESS MEÐ TATTÚ Á DILLON

    Risastór mynd af nóbelsverðlaunahafanum Halldóri Laxness hefur verið máluð á vegg í bjórgarðinum á bak við veitingastaðinn Dillon á Laugavegi í Reykjavík. Á myndinni er Laxness alsettur tattúi af ýmsum gerðum.

    Myndin gerir litla lukku í garðinum og er þá ekki átt við afkomendur og skyldmenni skáldsins heldur fastagesti staðarins sem vilja ekki hafa þetta fyrir augunum á drekkutíma.

    Auglýsing