LAXAGREIFI Í KASTLJÓSI

    Lesendabréf:

    Óttar Yngvason lögmaður var að tala í Kastljósi um lokun laxeldissjókvía í Patreksfirði og Tálknafirði.

    Óttar á nærri allar stærstu laxveiðiár landsins, t.d. Laxá í Ásum, Haffjarðará og stóran hluta af Vatnsdalsá.

    Ég held að hann sé vanhæfur til að vera lögmaður þeirra sem eru með lokuninni, hann er of stór hagsmunaaðili í laxveiði. Hann malar gull og er örugglega efnaðri en báðir hrepparnir fyrir vestan til samans x2.

    Þá er vitað að svonefndir verndarar villtra laxa hafa stráð ryki í augu fólks sem hafa látið það halda að umhverfislög hafi verið brotin en mjög hæf nefnd á vegum Hafró mat eldið sem hættulaust.

    Svo sagði hann: Það eru hvort eð er bara örfáir Pólverjar að vinna þarna sem geta bara farið annað – heyrðuð þið þetta?

    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinSAGT ER…
    Næsta greinSAGT ER…