LAUGAVEGUR EKKKI FYRIR LASNA

  Steini pípari sendir myndskeyti (en á ekkert í myndinni):

  Stundum virðast menn ekki alveg í sambandi. Við gerum kröfur um að allar nýjar íbúðir séu þannig að menn geti athafnað sig í hjólastólum, jafnvel þó þetta sé einn af þáttunum sem gerir íbúðir of dýrar fyrir ungt fólk. Öllu skal fórnað fyrir jafnréttið.

  Á sama tíma ætlar Dagur að loka Laugaveginum fyrir fótafúnu fólki. Hluti minnar fjölskyldu ólst upp á þeirri götu og vilja margir geta heimsótt þær slóðir. Ég sjálfur hef verið fastur viðskiptavinur bæði á rakarastofu og gleraugnaverslun þar. Ég verð einn fjölmargra sem verða að hætta þar viðskiptum af því að stjórnendur borgarinnar telja sig vita betur en kaupmenn um hvað auki þar verslun.

  Flestir kaupmenn eru á móti lokunum á Laugavegi en borgarfulltrúi fullyrðir að það auki verslun að loka götum. 

  Auðvitað hafa borgarfulltrúar miklu meira vit á verslun heldur en kaupmenn. Ég bíð bara eftir að þeir fari að kenna mér pípulagnir.

  Þessir kaupmenn sem mótmæla lokunum hafa reynslu af því að hafa Laugaveg lokaðan og opinn vegna þess að borginn hefur beitt tímabundnum lokunum.

  Yfirlæti stjórnenda Reykjavíkur ríður ekki við einteyming. 

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinVALDIMAR HAKKAÐUR
  Næsta greinSAGT ER…