LÁRU FINNST BEST AÐ BAÐA SIG Í GARÐABÆ

    Lára þarf að prófa sturturnar í Breiðholti.
    “Athugun mín á þrýstingi og tímalengd vatnsrennslis í sturtum sundlauga hér á landi hefur leitt i ljós að Ásgarðslaug í Garðabæ skarar fram úr. Það er aftur á móti töluverð áskorun að þvo sér almennilega í sturtu í lauginni á Blönduósi,” segir  Lára Halla Sigurðardóttir fyrrum blaðamaður og nú á markaðsstofu Verkis.
    Aðrar athuganir leiða annað í ljós. Sturturnar í Breiðholtslaug eru vafalítið þær bestu á landinu; stórir sturtuhausar og fallhæð vatns minnst 2 metrar. Rennsli látlaust því þarna eru gamaldags vatnskranar, kalt og heitt. Vatnskraftur þvílíkur að jafna má við kraftmikið nudd.
    Auglýsing