LÁRA BJÖRG TIL VARNAR BRAUÐINU

  “Sagðist borða brauð í flest mál í mötuneytinu og hefði allt eins getað tekið upp nál og sprautað heróíni í augað á mér miðað við viðbrögðin,” segir Lára Björg Björnsdóttir upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og hefur fengið sig fullsadda:

  “Komin með nóg af þessum ofsóknum og lygum gegn brauði. Í alvöru. Og hví eru alltaf þessir djöfulsins kúrar sem allir eru á svo endalaust málið og enginn pönkast í þeim en gamla góða brauðið? Nei þú getur allt eins sagst drekka bensín eins og að rista þér vesæla brauðsneið. Síðan er fólk að sprauta sig með rjóma og sleppa átján þúsund fæðutegundum og það er allt gott og blessað. En brauðskorpa? Nei, nei, þá hættir fólk að horfa í augun á þér og færir sig þegar þú sest með matarbakkann.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…