LANGLÍFUR SUBBUGANGUR

    “Búið að vera svona að minnsta kosti síðan 1958-59,” segir Friðrik Brekkan leiðsögumaður um ástandið á lóð Vörðuskóla við hlið Austurbæjarskóla:
    “Við félagarnir hjóluðum sumarið 1961 í borgarskrifstofurnar sem þá voru til húsa í Skúlatúni 2 til að benda á þessar skemmdir enda mikið sport að hlaupa á veggjum og bílskúrsþökum í hverfinu. Yfirmaður verklegra framkvæmda Reykjavíkurborgar sagði okkur að vera ekki að skipta okkur af þessu. Þetta kæmi okkur ekkert við. Þá vitum við það. Stefnan hjá borginni virðist enn vera sú sama. Okkur kemur þetta útlit og subbugangur ekkert við.”
    Auglýsing