LANDSLIÐSÞJÁLFARI Í SLITASTJÓRNARBLÁU JAKKASETTI

    Páll Sólnes

    “Hann er alltaf voða fínn í tauinu og passar kannski þess vegna vel inn slitastjórnarbláu jakkasettin í KSÍ,” segir myndlistarmaðurinn Páll Sólnes um ráðningu Svíans Sven Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu. Páll hefur verið búsettur í Svíþjóð um áratugaskeið og fylgst grannt með boltanum:

    “Hann hefur reyndar náð ágætum árangri með félagsliðum. Þegar hann þjálfaði sænska landsliðið var það með Zlatan sem réði öllu, leikskipulaginu, innáskiptingum, öllu. Svo það er kannski ekki að marka.”

    Auglýsing