Það gengur á fé í fjárhirslum ríkisins á erfiðum tímum. Um helgina voru gömlu höfuðstöðvar Landsbankans á Selfossi auglýstar til sölu, á annað þúsund fermetrar teiknað af Guðjóni Samúelssyni og kallað eitt fallegasta hús Suðurlands í auglýsingu.
“Húsið er eiginlega of stórt fyrir bæ eins og Selfoss,” segir eldri borgari á staðnum.
Þá leita Ríkiskaup hófanna með sölu á varðskipinu Ægi sem ekki lengur er í notkun. Líkt og með Landsbankann á Selfossi er ekki minnst á verð.