LAMAÐUR LANDSPÍTALI MEÐ 5.300 STARFSMENN

  “Samkvæmt heimasíðu Landspítala þá starfa þar um 5.300 manns. Þar af eru 2.400 menntaðir heilbrigðisstarfsmenn,” segir Hermann Guðmundsson forstjóri Kemi, áður N1, þrautþjálfaður í mannahaldi þúsunda og heldur áfram:

  “Það hljómar því pínu einkennilega að ekki sé hægt að sinna 70-80 manns sem koma á neyðarmóttöku fyrir helgina vegna manneklu. Auk þess er nýlega búið að reisa sjúkrahótel fyrir rúma 2 milljarða sem átti að stórbæta fráflæðisvandann, samt komast ekki sjúklingar inná legudeildir. Hér virðist þurfa að rýna allt ferlið til gagns og finna ferla sem bæði bæta þjónustu, minnkar álag og lækkar kostnað.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinÓMAR (79)
  Næsta greinSAGT ER…