“Ég fæ ég 32,1 krónu fyrir hverju hlustun á Myrkrið milli stjarnanna á Storytel. Kapítalismi er snilld,” segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur og heldur áfram:
“Já, sko, maður fær meira fyrir lengri bækur. Ég fæ t.d. alveg heilar 70 krónur fyrir hverja hlustun á Slátt, sem er ca meðalbók að lengd. Af seldu eintaki fáum við 23% af heildsöluverði (bókabúðir eru oft með um 40% álagningu). Og ég held það sé svo 147 krónur per útlán á bókasafni og 131 króna per hlustun á hljóðbókasafninu.”