LAGASETNING UM POKA

  Sett hafa verið lög í landinu (án þes að nokkur tæki eftir) um að rukka skuli fyrir alla poka sem notaðir eru undir varning í viðskiptum. Einu sinni var það Pokasjóður og plastpokarnir en nú eru það allir pokar þó flestur séu þeir bréfpokar.

  Þessi mynd var tekin í brauðhúsinu Brikk við Mýrargötu:

  • Hvað kostar pokinn?
  • 32 krónur stór og 25 krónur lítill.
  • Og hver fær peninginn?
  • Fyrirtækið.
  • Skrýtið.
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinJONI MITCHELL (76)
  Næsta greinSAGT ER…