LÆKNAR VARA VIÐ KIRKLAND KLÓSETTPAPPÍR Í COSTCO (FYRIR SEX MÁNUÐUM)

  Davíð og Kirkland klósettpappírinn í Costco.

  Ástæða er til að endurbirta frétt sem hér birtist fyrir hálfu ári því í dag hafa hátt í 20 þúsund manns lesið hana eftir að linkað var á hana á Costco Gleði í morgun. Undur og stórmerki:

  Klósettpappírinn frá Kirkland er mjög vinsæll í Costco en ekki er allt sem sýnist. Nú eru læknar farnir að vara við notkun hans:

  “Veit ekki hvort þetta eigi við hér en langaði að athuga hvort einhverjir finni fyrir kláða í rassgati eftir að hafa notað klósettpappírinn frá Costco?” spyr Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun í hópnum Gostco gleði á Facebook.

  “Ég leitaði til læknis nú fyrr í vikunni vegna þess að mig klæjaði svo agalega í rassgatið, hélt ég væri kominn með njálg. Læknirinn spurði mig hvort ég væri búinn að vera að nota Kirkland WCpappírinn úr Costco sem ég játaði. Hann leiðbeindi mér um að nota hann ekki lengur þar sem í honum er mikið af ilmefnum sem erta og geta valdið gífulegum kláða í endaþarmi og/eða leggöngum. Hafa fleiri en ég verið að lenda í þessu?”

  Auglýsing