LÆKNAKANDIDATAR SAMNINGSLAUSIR MEÐ 479 ÞÚSUND Á MÁNUÐI

    Stella Rún ekki sátt við kjörin.
    “Læknakandídatar eru með 479.000 í grunnlaun. Eftir 6 strembin ár í háskóla. Í vinnu okkar tökum við ákvarðanir er varða heilsu fólks, stundum uppá líf og dauða. Enginn hámarksfjöldi sjúklinga er á hvern lækni og oft gífurlegt álag. Læknar hafa nú verið samningslausir í 2 ár,” segir Stella Rún Guðmundsdóttir læknakandidat og bætir við:
    “Deili þessu aftur í ljósi orða formanns fjárlaganefndar um að niðurskurður sé nauðsynlegur á LSH því að gert hafi verið vel við lækna í kjaramálum. Læknar hafa verið samningslausir í tvö ár!! Grunnlaunin mín eru 479.000!!”
    Auglýsing