KYNÞÁTTAHATUR Í VESTURBÆJARLAUG

    Fanney varð undrandi og döpur í Vesturbæjarlaug.

    “Vinkona mín þurfti að fara uppúr Vesturbæjarlauginni því barnið hennar varð fyrir kynþáttarfordómum annars sundgestar sem hætti ekki að kalla barnið afar ógeðfelldu orði þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Hugsum aðeins um það,” segir Fanney Svansdóttir sem varð alveg undrandi og döpur.

    Elín Jónasdóttir veðurfræðingur fer hörðum orðum um þetta: “Ég ætlast til þess að Mannréttindaráð Reykjavíkur komi skýrum leiðbeiningum til starfsfólks borgarinnar um hvernig á að taka á svona. Vísa fólki uppúr strax, og ef þetta gerist ítrekað banna því að koma aftur. Við eigum ekki að vera umburðarlynd gagnvart rasisma.”

    Auglýsing