KYNNTIST HJÓNADJÖFLI Í REYKJAVÍK

    Ghislane og milljarðamæringurinn á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík.

    Milljarðamæringur fór frá eiginkonu og tveimur börnum fyrir fjórtán árum eldri konu, sem væri ekki í frásögur færandi nema af því að konan er hin fræga Ghislane Maxwell sem útvegaði barnaníðingnum Jeffrey Epstein unglingsstúlkur í kynlífssvall fyrir auðuga og valdmikla menn.

    Jeffrey Epstein fyrirfór sér í fangelsi fyrir rúmri viku þar sem hann átti að sæta hámarksöryggisgæslu og eftir það beinist sviðljósið í auknum mæli að samverkakonu hans um langt árabil, umræddri Ghislane, en faðir hennar var þekktur fjölmiðlamógull sem hvorki var vandur að meðulum né þótti hann heiðvirður maður. Þá kemur fram í fréttum að umræddur milljarðamæringur hafi kynnst Ghislane á ráðstefnu í Reykjavík fyrir fimm árum – sjá hér.

    Auglýsing