KÝLD Á HVERJUM DEGI Á LÚSARLAUNUM

Sandra í sjokki: ""Þegar ég vann 9-5 starf á leikskóla var sparkað og kýlt í mig á hverjum degi."

“Þegar ég vann 9-5 starf á leikskóla var sparkað og kýlt í mig á hverjum degi. Ég stóð varla í lappirnar eftir vinnudagana vegna líkamlegs og andlegs álags. Tók 2 tíma lúr á hverjum degi eftir vinnu ég var svo uppgefin. Og hvað fékk ég? 190-210 þúsund á mánuði,” segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir sálfræðinemi í HÍ og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu.

“Þess vegna álít ég starfsfólk leikskóla sem hetjur því ekki séns að ég meikaði meira en 5 mánuði af þessu, takk fyrir pent. Meira segja þaulvanar stelpur sem höfðu unnið á leikskóla í einhver ár voru í sjokki yfir þessum leikskóla og álaginu.”

Auglýsing