KVÓTAERFINGI FÆR EKKI AÐ BYGGJA OFAN Á NINGS

    Magnús Soffaníassons sem að greiddi 357 milljónir í skatt árið 2018 vill stækka miðhlutann á Suðurlandsbraut 6 en ósk hans þar að lútandi var synjað fyrir fimm árum. Magnús, sem er kvótaerfingi úr Grundarfirði, vill byggja þrjár hæðir ofan á Suðurlandsbraut 6 þar sem veitingastaðurinn Nings hefur verið á jarðhæð frá stofnun og er húsið því orðið eitt helsta kennileitið á Suðurlandsbraut ef Hótel Esja, sem nú heitir Hilton, er frátalin. Samkvæmt heimildum er hugmynd Magnúsar er að breyta byggingunni í hótel.

    Magnús var eInn af eigendum útgerðarfyrirtækis Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði, en fyrirtækið var selt árið 2017 til Fisk Seafood ehf, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga.

    Magnús er nú framkvæmdastjóri og aðaleigandi fyrtækisins TSC ehf sem sérhæfir sig í upplýsingartækni. TSC hefur meðal annars byggt upp eigið ADSL-kerfi á Snæ­fellsnesi. Hann á einnig 16,7 % hlut í (ISNIC), einkafyrirtæki sem er í einokunaraðstöðu við skráningu léna með endinguna .is.

    Fyrirspurn til byggingarfulltrúa: “Magnús Soffaníasson, Hlíðarvegur 8, 350 Grundarfjörður. Spurt er um endurnýjun á samþykkt BN050693, þar sem sótt var um leyfi til að byggja þrjár hæðir ofan á mhl. 01 á hús á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.  Bréf fyrirspyrjanda, dags. 6. júlí 2021, fylgir erindinu. Afgreitt. Neikvætt, samanber umsögn á athugasemdablaði.”

    Auglýsing