KVIKA BANKI VILL BYGGJA STÓRHÝSI VIÐ LAUGAVEG

    Fiskistígur ehf sem er í eigu Kviku banka hefur sótt um leyfi  til byggingarfulltrúans í  Reykjavík til að byggja verslunarhúsnæði og íbúðir við Laugaveg 73 en á þeirri lóð var rekinn veitingastaðurinn Restaurant 73 sem var hífður yfir á lóðina við Hverf­is­götu 92. Ekki var fallist á umsókina að svo stöddu en hún er svona:

    Umsókn nr. 56638 (01.17.402.3)460715-0320 Fiskistígur ehf. Borgartúni 25 105 Reykjavík 37. Laugavegur 73, 5 hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði. Sótt er um leyfi til að byggja 5 hæða steinsteypt hús auk kjallara með bílageymslu og stoðrýmum, á 1. hæð verður verslun og þjónusta en 10 íbúðir á 2. – 5. hæð húss á lóð nr. 73 við Laugaveg. Erindi fylgir ósamþykktur lóðauppdráttur nr. 1.174.0 dags. 28. nóvember 2017 og hæðablað dags. 18. júlí 2017, Skýringar hönnuðar dags. 26. september 2019, viljayfirlýsing eigenda að Hverfisgötu 92 – 94 dags. 26. september 2019, Mannvit -skýrsla um sambrunahættu dags. 26. september 2019, hljóðvistarskýrsla dags. 26. september 2019. Einnig bréf hönnuðar móttekið 1. nóvember 2019 ásamt fylgiskjal með breytingum. Gjald k. 11.200 + 11.200 Frestað. Vísað til athugasemda.

    Auglýsing