KVENNALISTINN 35 ÁRA – HVAR ER INGIBJÖRG SÓLRÚN?

  Á þriðjudaginn verður Kvennalistinn 35 ára, stofnaður þann dag og bauð fram til Alþingis 1983. Konunum þykir við hæfi að fagna því sem vel er gert og segja að Kvennalistinn hafi breytt Íslandssögunni til frambúðar. Þær fagna því í Hannesarholti á Grundarstíg þriðjudagskvöldið 13.mars kl.20.

  Þær létu taka af sér “bekkjarmynd” með gamla laginu og þá er spurt: Hvar er Ingibjörg Sólrún?

  Sýnt verður úr heimildamyndinni ,,Hvað er svona merkilegt við það?”

  ,,Kvennalistabörn segja frá” og Margrét Rún Guðmundsdóttir Kvennalistakona kemur frá Þýskalandi og segir frá kvennabaráttunni þar í landi.

  Loks verða umræður og Kvennalistakonur sitja fyrir svörum.

  Innifalið í 2000 króna miðaverði er uppáhellt kaffi og te.

  Auglýsing