KVALRÆÐI HVALA

  Háhyrningur ræðst á kjaft hvals og reynir að rífa úr honum tunguna.

  “Í vetur birtist frétt í breska Guardian þar sem sagði frá þremur tilvikum þar sem háhyrningar réðust á og drápu eina fyllorðna steypireyði (bláhval) og tvo steypireyðarkálfa. Allt aðskilin tilvik. Það sem þótti einna markverðarst var að háhyrningarnir voru byrjaðir á að éta tunguna þegar stóhvelin voru orðin alveg uppgefin en enn á lífi. Að auki voru það eingöngu kvendýr sem höfðu forgöngu eða stýrðu þessum árásum.” segir Árni Alfreðsson.

  Árni Alfreðs

  Fréttin byggði á nýlegri grein úr vísindaritinu Marine Mammal Science. Umrædd atvik áttu sér stað úti fyrir ströndum Ástralíu.Í tiltekt nýverið rakst ég á heilmikið efni úr gömlum hvalatalningum og hvalveiðitúrum þar sem ég hef verið að rekja garnirnar úr gömlum hvalveiðimönnum. Allt handskrifað. Þarna eru alls konar stórmerkilegar lýsingar af mörgu því sem náttúran býður upp á. Mest hvað hvali varðar.Í þessu tilviki var ég á spjalli við Sigurð Einar Sigurðsson og Birgi Stefánsson í hvalatalningu sumarið 1995.

  “Eitt skiptið var verið að “jaga” (elta og veiða) langreyði (finhval). Sem telst næst stærsta dýr jarðar á eftir steypireyðinni. Eitthvað gekk jagið illa og því hætt. Þá sjá þeir í fjarska háhyrninga vera að djöflast í langreyði. Þegar nær dró kom í ljós að tungan lá út úr dýrinu og voru háhyrningarnir að rífa úr henni. Dýrið var augljóslega alveg uppgefið en djöflaðist um eins og það gat”.

  Býsna keimlík lýsing og þessi frá Ástralíu.

  Eins og ég hef bent á áður þá er býsna stór hluti þeirra langreyða sem veiðast hér við land með bitför á bægslum eða kvið eftir háhyrninga. Sem bendir til að árásir þeirra á stórhveli séu mjög algengar. En að sama skapi bendir flest til að þessar árásirnar endi með því að stórhvelin sleppi.

  Þar margt sem náttúran býður upp á um heimsins höf. Bæði fallegt og ljótt.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinTUMI SPYR
  Næsta greinHITCHCOCK (123)