KSÍ STILLIR AFTURELDINGU UPP VIÐ VEGG

    Sportdeildin:

    Mannvirkjanefnd KSÍ hefur lagt fram kröfur sem verður að uppfylla svo Afturelding í Mosfellsbæ geti leikið heimaleiki sína í meistaraflokki kvenna og karla á gervigrasi.

    Það þarf að fjölga í varamannskýlum úr 10 í 14 þannig að þau geti hýsti 14 manns. Það þarf að stækka öryggisvæði um 2 metra þannig að það verði 4 metrar. Engin stúkusæti eru fyrir almenning en í flokki C þurfa að vera minnst sæti fyrir 300 manns. Þá þarf að bæta aðstöðu fyrir fatlaða áhorfendur en enginn aðstaða er fyrir þá.  

    Bæjarráð hefur fallist á að fara í þessar breytingar en þær munu kosta bæjarbúa í Mosfellsbæ 25 milljónir.

    Auglýsing