KRYDDAÐ SÖLUTRIX Í COSTCO

    Friðrik og kryddvélin í Costco.

    “Ég er ósáttur við sölutaktíkina hjá þessu Kamenstein kompaníi sem framleiðir þessa 20 Spice Rack,” segir Friðrik Óttó Friðriksson sem keypti forláta kryddvél í Costco sem skv. lýsingu á að sjá eiganda fyrir fríu kryddi í 5 ár. En svo gerðist þetta:

    “Ég opna kassan og raða í rekkann og hendi svo kassanum og ætla að skrá mig á freespices.com og þá kom í ljós að þú þarft skráningarkóða sem á að vera á miða eða á flipanum á kassanum ég bara hmm ok. Þá fer ég í ruslageymsluna, opna kassann og þar stendur ekkert. Ég ákvað þá að senda tölvupóst og fékk svo svar um að þetta gildi bara í USA, Kanada og Púertó Rico. Ég er ekki sáttur við svona sölutrix.”

    Auglýsing