KRUMMI FÆR SÉR KATTAMAT

    Sigríður

    Sigríður Ólafsdóttir er athugul og hún rakst á krumma vera að gæða sér á kattamat úr dós á almannafæri. Reyndar hafði krummi pikkað dósina upp úr ruslagámi og komið haganlega fyrir á gámabrúninni svo auðveldara væri við að eiga.

    Sigríði fannst þetta skiljanlega skrýtið og upp í hugann kom orðatiltækið: “Þetta er ekki upp á nös sá ketti”. En krummi naut máltíðarinnar alveg í botn – á dósinni.

    Hrafn er á válista en Náttúrufræðistofnun hefur mælst til þess við marga umhverfisráðherra að hrafninn verði friðaður. Þó er hrafninn enn einn fjögurra fugla sem má veiða allt árið um kring. Undanfarin ár hafa um 3.000 hrafnar verið drepnir árlega.

    Auglýsing