KRISTJANÍA LOKAR VEGNA KÓRÓNU

  “Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni og sjálf viljum við ekki smitast. Þess vegna lokum við Kristjaníu,” segir Hulda Mader, talskona íbúasamtaka á staðnum.

  Kristjanía í Kaupmannahöfn er einn fjölsóttasti ferðamannastaður í Kaupmannahöfn og þangað flykkjast þúsundir dag hvern. Lokunin mun að sjálfsögðu bitna á rekstri fyrirtækja innan múrsins og svo sölumennskunni í Pusher Street þar sem hass og marijuana hefur verið á boðstólum um áratugaskeið.

  Ákvörðun um að loka öllum hliðum að staðnum um óákveðin tíma klukkan tólf á hádegi á laugardag var tekin á opnum íbúafundi undir beru lofti vegna kórónaástandsins.

  Pusher Street á góðum degi.

   

  Auglýsing