KRISTJÁN MEÐ FLENSU – GISSUR KALLAÐUR TIL

  “Okkur þykir leitt að tilkynna að Kristján Jóhannsson er kominn með flensu og mun því ekki geta verið með okkur næsta laugardag,” segir Guðný Helga Lárusdóttir einn aðstandenda jólahátíðar í félagsheimilinu á Flúðum í dag þar sem Kristján átti að koma fram ásamt fleirum og þá ekki síst Karlakór Hrunamanna.

  “Við höfum fengið Gissur Pál Gissurarson til að hlaupa í skarðið fyrir Kristján. Gissur Pál þarf vart að kynna en hann er einn ástsælasti tenór Íslendinga og fagmaður fram í fingurgóma. Listamenn eru fullir eftirvæntingar að sjá ykkur sem flest. Nú þegar jólin nálgast er frábært að gefa sér tíma til að njóta góðrar tónlistar og komast í jólaskap.” segir Guðný helga.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…