Skiptar skoðanir eru á glæsilegum Bíladögum sem haldnir eru á Akureyri árlega. Kristín Reynisdóttir hefur þó ærna ástæðu til að þykja vænt um þá:
“Fyrir tæpum átta árum þurfti ég veik að flýja ofbeldi úr bústað seint um kvöld, koma mér upp á þjóðveg og á puttanum í bæinn. Enginn stoppaði í rúman klukkutíma. Svo kom einn á skrýtnum bíl með vélina í aftursætinu af Bíladögum á Akureyri. Alltaf þótt vænt um hátíðina síðan.”